Brandenblogg

Brandenblogg

12. ágúst 2014


Það er eiginlega ekkert vit í öðru en að byrja að blogga hér á vefsíðu Brandenburgar. Þessir húðlötu textasmiðir okkar hanga á Facebook og Twitter heilu og hálfu dagana og því er tilvalið að nýta þá í eitthvað skapandi svo hægt sé að réttlæta það að borga þeim laun.

Ákveðið hefur verið að hafa efnistök bloggsins nokkuð frjáls. Auðvitað verður fókuserað á auglýsingabransann að einhverju leyti en við ætlum líka að vera óhrædd við að lauma inn fræðandi og skemmtilegum færslum um önnur mál. Svo fær pottþétt eitt og eitt kisumyndband að fljóta með.

Smelltu endilega bókamerki á Brandenbloggið. Við lofum að vera æðislega skemmtileg!