proof6

Hring(i)tónar

31. júlí 2015


Verslunarmannahelgin er runnin upp — mesta ferðahelgi ársins.
Margir hafa nú þegar laumast út bakdyramegin í vinnunni og eru í þessum töluðu orðum að bruna út úr bænum. Með viðkomu í Heiðrúnu.

Við höfum ekki hugmynd um hvert för ykkar er heitið en við settum saman lagalista fyrir ykkur. Öll lögin á honum eru kennd við staðarheiti á Íslandi. Þið getið rúllað honum í spilaranum eða smellt á hvert lag fyrir sig á þessu stórglæsilega korti.

En þið getið líka gert þetta bara heima í stofu.
Skellt ykkur í stafrænt ferðalag um landið, smellt á kortið hvar sem er, lygnt aftur augunum og sungið með.

Góða helgi og komið heil heim!