Flags of all nations of the world are flying in blue sunny sky

Játningar forfallins fánafíkils

9. júní 2016


91f46a8b-9dde-4d57-ac74-3a77fd601c64Þetta er hann Hörður. Hann er grafískur hönnuður hérna á Brandenburg og við stríðum honum stundum á fordæmalausu fánablæti hans. Hörður hefur ritað tvær bækur um pervertisma sinn, Fánann og Þjóðfána Íslands. Hirðbloggari Brandenburgar settist niður með Herði og fékk að skyggnast inn í undraveröld fánans.

Jæja, Hörður. Af hverju fánar?
Kjánaleg spurning. Af hverju ekki fánar? Það er sterk tenging milli grafískra hönnuða og fánaáhuga, þó minn áhugi jaðri reyndar við blæti. Þetta byrjaði 2008, þegar Bragi í fornbókabúðinni Bókinni, Hverfisgötu, gaf mér ónýta bók sem ég ætlaði að nota á námskeiði í bókbandi.

Meðan ég tók þessa bók niður í öreindir til að laga aftur, sá ég að þetta var Íslenzki fáninn: skýrsla Fánanefndar, frá árinu 1914. Niðurstöður fimm manna hóps sem ákvað hvernig íslenski fáninn átti að verða — og varð fjórum árum seinna). Bókina lagaði ég og batt inn … og úr henni hafa spunnist tvær bækur, nokkrir fyrirlestrar, fjöldi sýninga og önnur verkefni.

icelandflagbHvar stendur íslenski fáninn fagurfræðilega gagnvart öðrum þjóðfánum?
Það er eiginlega ekki hægt að svara svona um sinn eigin fána og vera alveg hlutlaus. Mér finnst íslenski fáninn mjög fallegur en mér þykir líka svakalega vænt um hann. Og það litar.

En það eru til óformleg viðmið um hvað er fallegt og gott í fánum. Þá er farið eftir fjölda lita, einfaldleika, hugmynd og fleira. Þar fá fánar einkunn af 100 mögulegum og fær sá íslenski 75/100, sem er B+ í einkunn. Það er nokkuð gott. Gambíski fáninn er bestur samkvæmt þessu (90/100) og fáni Maríanaeyja verstur (2/100).

Eru allir litir gjaldgengir í fánum?
Einfalda svarið er já, það er allt leyfilegt. En það er ekki allt fallegt. Það eru kannski ekki stakir litir sem eru vondir og góðir, heldur samsetningar. Trikkið í fánum er einfaldlega að vera … einfaldur. Því einfaldari því betri. Þannig séð. Það er samt hægt að einfalda litina niður í rauðan, bláan, grænan, gulan, svartan og hvítan. Annað eru bara útgáfur af þeim.

iceland_flag_classic_thongOkkur finnst rautt, blátt og hvítt lang algengast í fánum heimsins … og það er alveg rétt. En það er rétt af tveimur ástæðum. Annars vegar þá eru þeir algengustu litirnir (rauður telur meira en fjórðung allra lita) og hins vegar skiptast fánalitir mikið niður eftir landssvæðum.

Þessir litir eru mjög algengir í þeim löndum sem við sjáum mest í kringum okkur — í Evrópu og Ameríku. Gulur og grænn eru mikið sýnilegri í löndum Afríku og Asíu. Þannig að við sjáum þá minna og finnst þeir minna sýnilegir.

Sumt má samt ekki … eins og gull og silfur, regnboga–gradient og svoleiðis. Þetta eiga að vera hreinir litir.

Flaggar þú sjálfur?
Ég á ekki fánastöng. En ég á fána. Og ég á garð. Þannig að það stendur til að kaupa stöng og flagga vonandi 17. júní næsta. Þá ætla ég að flagga alltaf þegar ég er heima yfir daginn.

Hver er skoðun þín á íslensku fánalögunum?
Þau eru ágæt og eiga alveg rétt á sér. Sumt meira en annað. Fólk heldur reyndar að þau séu mikið strangari en þau eru. Rauði þráðurinn í gegnum þau er mjög einfaldur … passa sig að bera virðingu fyrir fánanum. Og eiginlega einu reglurnar sem maður þarf að passa eru; Ekki flagga um nótt og ekki flagga rifnum eða skítugum fána.

Gleymum fánalögunum … flöggum alltaf. Alltaf!

Að lokum báðum við Hörð um að segja okkur örlítið frá þeim 10 fánum sem eru í mestu uppáhaldi. Fánarnir eru ekki í neinni sérstakri röð, en þó setti hann þann allra mest uppáhalds síðast á listann. Hér eru fánarnir 10:

Flag_of_Denmark.svg

Danmörk
Meira fyrir söguna en útlitið, en Valdimar II Danakonungur fékk fánann, Dannebrog, frá Guði. Hann féll til jarðar eftir að hann bað til Guðs um að vinna Eista í bardaganum um Lyndanisse árið 1397. Og þetta er elsti þjóðfáni í heimi. Og Danir eru svo krúttlega duglegir að nota hann.

nepal_texturefffff

Nepal
Eini þjóðfáninn sem er ekki ferningslaga. Það er töff.

Flag_of_Libya_(1977-2011).svg

Líbýa
Einfaldasti þjóðfáni í heimi. Bókstaflega!

Flag_of_Canada.svg

Kanada
Hefur alltaf þótt þetta einn fallegasti þjóðfáninn. Um leið pirrar það mig að mér finnist þetta einn fallegasti þjóðfáninn. Þetta er svona love-hate samband. Hann er svo fullkominn … og samt ekki.

Flag_of_Seychelles.svg

Seychelles–eyjar
Hvernig er ekki hægt að elska svona dýnamískan fána? Ha? Hann stendur líka fyrir það hvað þau eru dýnamískt og nýtt land, á leið inn í framtíðina. Reyndar var fyrri fáninn þeirra, sem var notaður á árunum 1977–1996, líka svolítið flottur.

2000px-Flag_of_Switzerland_(Pantone).svg

Sviss
Annað love/hate samband. Veit nefnilega ekki hvort mér þykir svona vænt um fánann þeirra af því að ég fíla fánann … eða ég fíla landið. Hann kemst allavega pottþétt á listann.

Flag_of_Albania.svg

Albanía
Hann er eitthvað svo … óheillavænlegur. Miðað við fánann þá er ekki séns að það sé til góð manneskja í öllu landinu! Hann er svo mikill erkifáni gamla skólans.

Flag_of_Saint-Pierre_and_Miquelon.svg

Saint Pierre & Miquelon
Ókei, þetta er ekki land heldur hluti af Frakklandi. Eða undir þeirra stjórn. En þessi fáni er geggjaður. Svolítið eins og úrval af jólainnpökkunarpappír.

Flag_of_Slovakia.svg

Slóvakía
Þetta var val á milli Slóvakíu og Króatíu. Köflótta mynstrið hjá Króötum er að gera töluvert fyrir mig en samt eru Slóvakar með betri fána. Þetta er einn af þessum sem ég get ekki beint útskýrt af hverju … mér finnst hann bara flottur.


Sigurvegarinn:

2000px-Flag_of_Austria.svg

Austurríki
Einfaldur og mjög fallegur fáni. Kannski ekki fallegasti fáninn en sagan á bak við hann ýtir honum á toppinn. Sagan segir að hertoginn Leópold V hafi tekið þátt í umsátrinu um Acre árið 1260. Eftir mikinn bardaga í hvítu fallegu herklæðunum sínum kom Leópold til baka þakinn blóði óvina sinna. Þegar hann fjarlægði beltið sitt sat eftir hvít rönd í rauðum fötunum. Rautt/hvítt/rautt. Þetta fannst honum svo geggjað að hann gerði litina að merkjum sínum … sem seinna urðu að fána Austurríkis.

Þetta er líklega ekki satt … en geggjað engu að síður.