Borgríki vörumerkjanna


Brandenburg er hönnunar– og auglýsingastofa staðsett í hjarta miðborgarinnar, við Lækjartorg. Á Brandenburg er valinn maður á hverjum stól og rík áhersla lögð á hönnun og hugmyndir. Umfram allt viljum við skjóta skjólshúsi yfir skemmtileg vörumerki og veita þeim þá hlýju, ást og umhyggju sem þau eiga skilið. Þess vegna nefndum við litla borgríkið okkar einmitt  —  Brandenburg.

Hlutverk okkar er að skoða, hlusta og kryfja vörumerki og stundum jafnvel vekja þau aftur til lífsins. Við setjum saman heilsteypta vörumerkjastefnu sem skilar okkar viðskiptavinum árangri. Vörumerkjastefna snýst um tilfinningar og þess vegna erum við stöðugt að leita leiða og hugmynda sem ná að tengja og heilla neytendur, helst upp úr skónum.