Íslenskur vetur í Þjóðleikhúsinu

2014–2015

Það er íslenskur vetur í Þjóðleikhúsinu á leikárinu sem nú er að hefjast. Öll verk vetrarins eru eftir íslenska höfunda og við hjá Brandenburg fengum það skemmtilega verkefni að hanna veggspjöld fyrir leikritin og búa til sjónvarpsauglýsingu fyrir leikárið.

Við ákváðum að fara þá leið að hafa fjölbreyttar portrettmyndir á veggspjöldunumm. Eddi Jónsson tók ljósmyndirnar, að Latabæ undanskildum, en hann var í höndum OZZO Photography. Loki var teiknaður af engum öðrum en Hugleiki Dagssyni og Sigrún Eldjárn teiknaði Kugg.