Bleika slaufan 2014

Erum við að leita að þér?

Bleika slaufan, árvekniátak Krabbameinsfélagsins, hófst að venju af fullum krafti í byrjun októbermánaðar. Að þessu sinni var áherslan sett á „týndu konurnar“ — ungar konur sem skila sér ekki í reglulega leghálskrabbameinsleit. Auglýsing um leitina birtist í sjónvarpi og á netinu, veggir með veggspjöldum af „týndum konum“ risu hér og þar víða um land auk þess sem notast var við dreifimiða til að ná athygli hópsins.

Brandenburg vann auglýsingaefnið og fékk Samma og Gunna hjá True North til að leikstýra stóru auglýsingunni. Svenni Speight tók ljósmyndir. Ólafur Arnalds lagði til tónlist og ótal aðrir lögðu þessu þarfa verkefni lið.

Herferðin var tilnefnd til Lúðurs í flokki almannaheillaauglýsinga.