So ist Brandenburg


Eðlilega settum við okkur sjálf aftarlega í forgangsröðina þegar við stofnuðum Brandenburg. Nafnið kom til að mynda ekki fyrr en að stofan hafði starfað í nokkrar vikur. Eftir eina þrjá mánuði fannst okkur við jafnvel þurfa merki með nafninu. Þannig að við hönnuðum merki.

Þeir segja að læknar séu erfiðustu sjúklingarnir. Þessi sjúklingur var vissulega erfiður og þá sér í lagi í fæðingu en var engu að síður tilnefndur til Ímark verðlauna fyrir Ásýnd fyrirtækis. Sjúklingi heilsast því alveg prýðilega. Erum við komnir of langt með þessa myndlíkingu? Mjög líklega, já.

Sé höfði hallað lítið eitt til vinstri og augu pírð má með góðum vilja lesa stafina BB í merkinu.