Leiðir til árangurs


Capacent er eitt af leiðandi ráðgjafafyrirtækjum landsins. Við unnum með þeim að því að móta nýja staðsetningu í takt við breyttar áherslur. Markmiðið var að draga fram hlutverk og styrkleika fyrirtækisins sem kristallast í slagorði fyrirtækisins — Leiðir til árangurs.

Merkið þeirra fékk létta andlitslyftingu og við sprautuðum heilmikilli litagleði inn í útlit þessa orkuríka og bragðsterka fyrirtækis, auk þess sem við hönnuðum og forrituðum nýjan og stílhreinan vef.