#röðin

Dunkin' Donuts

Átvöglin hér á Brandenburg stigu gleðidans þegar í ljós kom að við værum að fara að gera auglýsingaherferð fyrir Dunkin’ Donuts. Á milli þess sem við úðuðum í okkur sýnishornum af framleiðslunni bjuggum við til markaðsefni fyrir opnunina. Lyklaborð og skjáir voru útötuð í glassúr og bolir með sultuklessum á bringunni urðu óformlegur einkennisklæðnaður Dunkin’–teymisins hér á Brandenburg. Já, þetta var draumi líkast — og #röðin sló í gegn!