Öll dýrin í skóginum eiga að vera hjá Brandenburg


Uppfærsla Þjóðleikhússins á Dýrunum í Hálsaskógi markaði tímamót. Bæði var þetta fimmtíu ára afmælisuppfærsla á verkinu hér á landi og auk þess hefði höfundurinn, Thorbjörn Egner, orðið hundrað ára árið 2012.

Það var okkur á Brandenburg sannur heiður að fá að búa til myndheim við þetta meistaraverk. Allar helstu persónur verksins fengu sitt eigið veggspjald og brugðið var á leik með því að mála dýraspor fyrir framan leikhúsið á Menningarnótt til að kynna uppsetninguna.