Allt með extra ást

Eldsmiðjan sett í nýjan búning

Við hönnun á nýju útliti fyrir Eldsmiðjuna ákváðum við í stað þess að leggja áhersluna á eldinn að sækja innblástur í efniviðinn — hjarta Eldsmiðjunnar. Þessi rótgróni staður hefur framreitt pizzur ofan í Íslendinga frá árinu 1986 og því var krefjandi verkefni að hrófla við útlitinu en okkur þykir vel hafa tekist til. Eldsmiðjan lítur betur út en nokkru sinni fyrr — og gerir að sjálfsögðu allt ennþá með extra ást.