Full þjónusta á verði sjálfsafgreiðslu


Skeljungur vildi gera þjónustuna á stöðvunum aftur persónulega og sjálfsagða. Því var ákveðið að bjóða bensínþyrstum viðskiptavinum upp á fulla þjónustu — á sjálfsafgreiðsluverði. Þetta var ærið tilefni til að auglýsa.

Guðjón Jónsson hjá Saga Film leikstýrði sjónvarpsauglýsingunni. Það var rosalega kalt á tökustað, en auglýsingin er engu að síður ákaflega hlýleg.