Örugglega til þín


Í prentauglýsingum fyrir blaða– og tímaritadreifingu Póstdreifingar ýttum við öllum bréfberum og viðskiptavinum til hliðar og leyfðum vörunni sjálfri að vera í aðalhlutverki. Við fengum öll bestu blöð og tímarit landsins með okkur í lið og þau stóðu sig svona líka aldeilis vel í módelstörfunum. Séð og heyrt hefur til að mynda aldrei litið jafnvel út.