Hækkaðu í sumrinu!


Svo virðist sem sumarið sé komið. Að minnsta kosti hjá Nova, sem blæs nú til stuðvænnar sumarherferðar í samstarfi við okkur hér við Lækjartorgið. Og eru einhverjir betur til þess fallnir að halda uppi stuði og stemningu en plötusnúðar?

Hörður Sveinsson tók myndirnar, Introbeatz skaffaði lagið, sem Dj YAMAHO syngur, en hún kemur einnig fram í auglýsingunum ásamt DJ Margeiri, Sexy Lazer og Dj Kötlu.

Væta og vosbúð einkenndi síðasta sumar. En við eigum svo miklu betra skilið. Þess vegna ætlum við að hækka í sumrinu!