Hafðu okkur með í ráðum


Herferð fyrir Íbúðalánasjóð. Spennandi? Tjah, það fannst okkur og fengum við það verkefni að gera sjóðinn spennandi í augum allra hinna líka. Það gerðum við með því að koma breyttu hlutverki sjóðsins til skila og færa útlitið nær nútímanum. Við bjuggum til endurnærða heimasíðu með aðgengilegri upplýsingum en áður og svo gengum við á húsþökum í glæfralegri auglýsingu sem aðrir en fífldjarfir fagmenn skulu varast að leika eftir.