Við sýnum tilfinningar


Þjóðleikhúsið kynnti leikárið 2012–2013 undir yfirskriftinni Við sýnum tilfinningar. Veggspjöld voru unnin fyrir hverja sýningu og Þjóðleikhúsblaðið var að venju veglegt. Að auki voru gerð sérstök veggspjöld fyrir Dýrin í Hálsaskógi, þar sem hver persóna fékk að njóta sín.

Veggspjald Engla alheimsins var tilnefnt til Ímark verðlauna og Dýrin fengu viðurkenningu fyrir veggspjöld hjá FÍT.