Kjörís

Leiktu þér með matinn

Við bjuggum til risastórar íspinnaspýtur fyrir Kjörís, eða öllu heldur fengum Vinnustofu Hilmars til þess að gera það fyrir okkur. Svo fórum við og byggðum úr þeim allskonar skemmtilegheit, stilltum þeim upp úti í náttúrunni og tókum myndir. Þær voru svo notaðar í þessa skemmtilegu herferð fyrir Kjörís.

Herferðin vann Lúður í prentflokki árið 2015.