Er ekki kominn tími á nýjan lykil?


Það er ein­stök til­finn­ing sem fylgir því að eign­ast nýjan bíl. Við tengj­umst bíl­unum okkar til­finn­inga­böndum og þeim fylgja ótal minn­ingar. Sumir þeirra verða nán­ast fjöl­skyldu­með­limir. Í auglýsingaherferð fyrir Lykil vildum við fá Íslendinga til að hugsa til baka um bílana í sínu lífi.

Í prent- og netauglýsingum myndgerðum við bílaeign með bílatímalínum og fólki var gefinn kostur á að útbúa sínar eigin tímalínur og deila með vinum sínum á Facebook. Reynir Lyngdal hjá Pegasus leikstýrði sjónvarpsauglýsingu þar sem við beindum sjónum okkar að þeirri einstöku tilfinningu sem fylgir því að eignast nýjan bíl og um leið gera þjóðinni ljóst að það er löngu orðið tímabært að upplifa hana aftur. Það er nefnilega fyrir ansi hreint löngu kominn tími á nýjan lykil.

Bílatímalínuleikur Lykils var tilnefndur til Ímark verðlauna 2013 í flokki samfélagsmiðla.