Magnaður sálufélagi


Mikilvægasta leit hvers einstaklings er leitin að sálufélaga til að eyða lífinu með. Kia Soul er hinn fullkomni sálufélagi og bílaumboðið Askja fékk okkur til þess að kynna hann fyrir landanum. Þessi kraftmikli bíll, sem er fáanlegur bæði í rafmagns– og dísilútgáfu, hefur mikinn persónuleika og ákváðum við því að fara með hann á slóðir þar sem persónuleiki skiptir öllu; í einkamálaauglýsingar. Unnið var undir yfirskriftinni „Magnaður sálufélagi“ og var sérstök áhersla lögð á rafmagnsútgáfu bílsins.