Miðborgin okkar býður heim


Það hefur verið sérstaklega gaman fyrir okkur á Brandenburg að vinna auglýsingaefni fyrir Miðborgina okkar á árinu. Fyrstu helgi hvers mánaðar fáum við að lengja laugardagana, borgarbúum til mikillar gleði. Við fengum myndskreytinn Sól Hrafnsdóttur til liðs við okkur og hver mánuður fær að njóta sín með myndum af húsum og mannlífi í miðborginni — gott ef myndirnar taka ekki árstíðabreytingum.