Miðborgin okkar 2014

Nýtt útlit

Í apríl var ákveðið að breyta útliti kynningarefnis fyrir Miðborgina okkar. Nýja útlitið endurspeglar fjölbreytileika miðborgarinnar og í hverjum mánuði eru teiknaðar nýjar myndir sem vísa í viðburði mánaðarins, hvort sem það eru bjórsvolgrandi hipsterar eða þjófóttir spörfuglar. Litapallettan er síbreytileg eftir árstímum og fangar þannig stemningu hvers mánaðar.