Mjúkís

Nýtt útlit

Loksins fengum við verkefni sem bragð er að. Við fengum að hanna nýjar umbúðir fyrir eftirlætis eftirréttinn okkar (og reyndar aðalréttinn líka) — Mjúkís frá Kjörís. Verkefnið var fyrst og fremst að gefa þessum ómótstæðilega úrvalsís umbúðir við hæfi. Litríkar og lystaukandi vatnslitamyndir skreyta nú umbúðirnar sem gefa Mjúkís ferskan en jafnframt virðulegan blæ. Verði ykkur að góðu!