Hraustir menn svöruðu hreystikallinu

Mottumars 2014

Það var einstaklega gaman að vinna þetta verkefni fyrir Krabbameinsfélagið. Góður og söngelskur hópur fór um landið og tók upp söngvara og sönghópa, sem fluttu lagið Hraustir menn. Sævar Guðmundsson leikstýrði og Jón Þór Þorleifsson lóðsaði hópinn milli staða af fádæma öryggi. Bergsteinn Björgúlfsson og Víðir Sigurðsson kvikmynduðu.

Ótrúlegur fjöldi fólks lagði verkefninu lið, bæði fyrir framan og aftan myndavélar, og árangurinn var stórskemmtileg, karlmannleg auglýsing, sungin af krafti og innblæstri.

Herferðin var tilnefnd til Lúðurs í flokki almannaheillaauglýsinga.Hraustir menn um allt land tóku hraustlega undir og svöruðu hreystikallinu. Myndbandið fór víða og sló rækilega í gegn á netinu.