Nizza í nýjum búningi


Við fengum það verkefni að endurhanna útlit á Nizza súkkulaðinu frá Nóa–Síríus. Útlitinu var umbylt algerlega, lögun var breytt, nýtt merki hannað og ljúfmetið fært í nýjar og glansandi umbúðir. Tilgangurinn var að ná athygli og bragðlaukum breiðari markhóps og jafnframt gera Nizza meira áberandi í hillum verslana.