Hafðu það Novalegt um jólin

Trúir þú á Novasveininn?

Það er til fólk sem trúir ekki á Novasveininn. Sem er ótrúlegt. Þessu vildum við á Brandenburg breyta enda höfum við fulla trú á honum. Novasveinninn er að mestu eins og við hin nema með skegg og jólasveinahúfu. Og Hawaii skyrtu. Og sólgleraugu.

Við fengum Helga Svavar Helgason til að bregða sér í hlutverk Novasveinsins og spranga um í vetrarveröld Nova sem var sköpuð úr kitchí jólamyndum sem voru endurunnar með íslenskum kennileitum og úlfum. Sveinn Speight ljósmyndaði og tók upp myndskeið.