4G – Netið hjá Nova


Eitt sólríkt hádegi sumarið 2012 birtist engill á Brandenburg. Engillinn hélt á litlu boxi sem hann stakk í samband og sjá! Brandenburg var komið í 4G háhraðanetsamband! Það þurfti ekki að bíða eftir að fyrirtæki A talaði við fyrirtæki B. Það þurfti ekki að bíða eftir sveitta unglingnum sem stillir græjuna. Það var óþarfi að hringja í þjónustuver og það þurfti svo sannarlega ekki að grafa neinn skurð. Bara stinga í samband. Ofureinfalt. Og ofurhratt. Tæpu ári síðar kom Nova til okkar og bað okkur um að vinna ofurlitla 4G herferð. Sem var ofureinfalt mál. Pedro í Medialux samdi tóna.