Velkomin til Nova

Stærsti skemmtistaður í heimi

Við fengum það skemmtilega verkefni að bjóða Íslendinga velkomna á stærsta skemmtistað í heimi. Við fengum til liðs við okkur hæfileikaríka íslenska tónlistarmenn sem blésu lífi í gamla, góða næntís-smellinn „Pump Up the Jam“. Lagið var útfært án hljóðfæra í acapella-útgáfu af Árna Rúnari í FM Belfast. Niðurstaðan var litrík orkusprengja í anda Nova.

Viðskiptavinir Nova eru þeir ánægðustu á farsímamarkaði.