Hollur og framandi ferskleiki

Uppfært útlit Saffran

Tíminn flýgur og veitingastaðurinn Saffran er orðinn 5 ára gamall og á 5 stöðum í Reykjavík. Þeir voru með stóra matvörulínu í burðarliðnum sem þurfti að flétta saman við útlit Saffran. Auk þess frískuðum við upp á útlit og innihald vefsíðunnar og hönnuðum glæsilegt app sem auðveldar svöngum viðskiptavinum að panta mat. Útkoman er einfalt og snoturt heildarútlit sem við erum virkilega ánægð með. Hefur þú smakkað Mússí og Smúss?