Sólskýli og skúmaskot Orkusölunnar


Við reistum sólskýli við Háskóla Íslands til að stytta biðina eftir sumrinu. Í Sólskýlinu komum við fyrir endurnærandi og frískandi dagljósaperum. Fyrir skuggalegri týpur útbjuggum við lítið Skúmaskot.

Með Sólskýlinu vildum við færa fólki meiri birtu í svartasta skammdeginu og hjálpa því um leið að endurhlaða líkamsrafhlöðurnar. Samhliða skýlunum var sólskýli.is sett í loftið þar sem gestir skýlanna gátu farið á mobile vef og hlustað á sumarlega tóna til að stytta biðina eftur strætisvagninum. Á vefnum er einnig almenn fræðsla um birtu og hægt er að fylgjast með gangi sólarinnar og sjá hve langt er eftir að deginum… nú eða sólarleysinu.

Ýmis dýr lýsa í myrkri. Eldflugur, glóormar, og nokkrir hressir fiskar. Það þykir mjög töff í dýraríkinu.