Sorpanos

Flokkið! Skilið?

Það þarf ekki að vera óspennandi og leiðinlegt að flokka rusl og endurvinna. Aldeilis ekki. Sikileyingar hafa löngum verið duglegir losa sig við óþarfa úrgang þannig að þegar hugmyndin um Sorpanos fæddist lá beint við að leita innblásturs þangað. Okkar maður, Toni, er prinsippmaður í endurvinnslu og honum er afar annt um að öll „fjölskyldan“ hjálpist að við „að fara út með ruslið“. Hann og skósveinar hans eru líka einstaklega duglegir við að stuðla að nýsköpun og finna nýjar leiðir til að endurnýta alls kyns góss. Hann vill að þið flokkið! Skilið?!

Sorpanos auglýsingarnar voru unnar í samvinnu við Republik. Árni Þór Jónsson leikstýrði og Baldur Kristjánsson tók ljósmyndir.