Stanslaust stuð


Orka er allstaðar, allt í kringum okkur. Við þurfum bara að kveikja á henni. Eftir að Orkusalan hefur breytt henni í stuð það er að segja. Brandenburg réðst í metnaðarfullt verkefni á haustmánuðum 2014 með Orkusölunni. Eftir afar válynd veður um veturinn, þar sem myllumerkið #lægðin fór hamförum á samfélagsmiðlum, var loks hægt að hefja tökur um vorið 2015. Í auglýsingunni er það stuðið sjálft sem á sviðið skuldlaust og fer eins og stormsveipur um borg og bý, undir fögrum undirleik Páls Óskars. Auglýsingin var unnin í góðri samvinnu við vini okkar hjá Sagafilm og það var Guðjón Jónsson sem leikstýrði ljósasjóvinu.

Í endaskiltið og prentauglýsingarnar fóru um 700 metrar af snúrum og meira en 200 perur. Sem er víst mikið.