Allir í Tívolí!


Þegar hljómsveit allra landsmanna biður mann um að auglýsa tónleika byggða á einni dáðustu hljómskífu Íslandssögunnar, þá hlýðir maður. Verkefnið var að útbúa kynningarefni fyrir stórtónleika í Hörpu, þar sem platan Tívolí er flutt í allri sinni dýrð — með tilheyrandi bægslagangi, sirkuskúnstum og almennu stuði.

Útbúin voru veggspjöld, þar sem hver Stuðmaður fékk að njóta sín. Valgeir varð „Sterkasti lagasmiður í heimi“, Jakob varð „Frímann flugkappi“, Egill „Sirkusstjórinn“, Ragga Gísla „Jassskeggjaða konan“, Ásgeir „Litli trommuleikarinn, Tómas „Haglkonan“, Eyþór Gunnars og Gummi P. sameinaðir sem „Túkallinn“ — og Sigurður Bjóla að sjálfsögðu „Sjaldséði maðurinn“.

Útlitið var sótt í gamlar sirkusmyndir Barnum & Bailey, með tilvísunum í sígilt plötuumslag Tívolí.

Veggspjöldin unnu Lúður árið 2015 í veggspjaldaflokki og unnu bæði fyrir myndskreytingar og veggspjöld hjá FÍT sama ár.