Hvað sem verður...


Ný herferð TM hvatti fólk til að íhuga hinar ýmsu aðstæður sem það getur lent í. Allt frá því að brákast og kvefast heiftarlega upp í að fá krabbamein og jafnvel deyja. Við hljóðrituðum nýtt lag, sem sungið var af þeim Svavari „PrinsPóló“ Eysteinssyni og Ernu Hrönn Ólafsdóttur. Lagið var myndskreytt með litríkri blöndu af ljósmyndum og hreyfigrafík. Hörður Sveinsson ljósmyndaði og hreyfimyndameistarar Brandenburgar sáu um rest.