Saffran veitir íslensku afreksfólki Viljastyrk


Saffran fékk okkur til að útfæra árlega styrki sem fyrirtækið veitir afreksfólki í íþróttum. Okkur þótti við hæfi að nefna styrkinn einfaldlega – Viljastyrk. Í kjölfarið var öllum litapalettum stillt í hóf að hætti Saffran, blásið til blaðamannafundar og herferð ýtt úr vör. Ari Magg leikstýrði, Trickshot póstuðu og Úlfur Eldjárn samdi tóna.