Svona settum við WOW í WOW


Við höfum unnið með WOW air frá stofnun félagsins og fengum það skemmtilega verkefni að hanna og móta ásýnd og viðmót þessa nýja flugfélags, í góðri samvinnu við starfsfólk þess.

WOW er ætlað að vera skemmtilegt lággjaldaflugfélag, þar sem léttleiki og dálítill töffaraskapur er í forgrunni. Vélarnar voru merktar að innan sem utan, ávörp áhafnarinnar voru endurskrifuð, merkingar á flugvelli, flugmiðar, töskumiðar og allir aðrir snertifletir við viðskiptavini og starfsfólk voru teknir í gegn — og WOWaðir upp.

Ásýnd WOW var tilnefnd til Lúðurs á Ímark verðlaununum 2013.