WOW air hefur sig til flugs


Þegar flugfélagið með stóra nafnið hóf sig til flugs í fyrsta sinn þurfti eitthvað stórbrotið, eitthvað með gæsahúð.

Við leituðum fanga í myndbandinu við hið klassíska þemalag kvikmyndarinnar Top Gun eftir Harold Faltermeyer. Settum inn fjólubláan glitgalla, nokkra hressa flugliða með bros á vör og eitt stykki Gylfa Ægisson á flygilinn. Hannes Þór hjá Saga Film leikstýrði, Sveinn Speight myndaði og afraksturinn fór ekki fram hjá neinum.

Auglýsingin vakti verðskuldaða athygli og nýja, skemmtilega flugfélagið hafði stimplað sig inn. WOW air var komið út á beinu flugbrautina.

Sjónvarpsauglýsingin fékk á örfáum dögum yfir 20 þúsund áhorf á YouTube. Sem okkur er sagt að sé svolítið WOW!