Hvíl í kviði

Ógnvekjandi uppvakningapakkningar

Skrímslaísinn frá Kjörís sló í gegn í fyrra og fengum við hjá Brandenburg tækifæri til þess að spreyta okkur á nýjan leik fyrir nýjan ís– og afraksturinn varð Zombís! Við bjuggum til 24 óhuggulega en þrælskemmtilega uppvakninga og gáfum þeim nöfn og litla forsögu.

Zombís borðar þú með því að klippa ofan af höfði uppvakningsins og gæða þér svo á innihaldinu. Hægt er að velja á milli gómsætra kirsuberja-, hindberja- og pistasíuheila.

Átt þú þér uppáhalds Zombís?

Zombís vann Lúður fyrir mörkun árið 2015 og verðlaun fyrir myndskreytingu og viðurkenningu fyrir umhverfisgrafík hjá FÍT sama ár.