Lúðurinn 2017

Lúðraþytur 2017

Brandenburg vann til flestra verðlauna á Íslensku auglýsingaverðlaununum í byrjun mars, auk þess að vera með flestar tilnefningar fjórða árið í röð. Tilnefningarnar í ár spönnuðu alla flokka sem verðlaunað var í, auk Áru fyrir árangursríkustu auglýsingaherferðina.

Þá sópuðu teiknarar okkar að sér verðlaunum og viðurkenningum á FÍT verðlaununum, en alls komu 7 verðlaun og 7 viðurkenningar í hús.