01Um Brandenburg
Brandenburg er árangursdrifin stofa með hugmyndir og hönnun að vopni. Við mótum vörumerki, hjálpum þeim að vaxa og leysum flókin viðfangsefni af útsjónarsemi — í öflugri teymisvinnu. Við leggjum áherslu á hugmyndir og hönnun og veitum vörumerkjum þá athygli og umhyggju sem þau eiga skilið. Við erum borgríki vörumerkjanna — Brandenburg.
Við veitum fyrirtækjum heildarþjónustu í auglýsinga- og markaðsmálum. Við höfum mikla reynslu af stórum og smáum verkefnum í auglýsingalandinu. Á ferilskránni eru allt frá flennistórum mörkunarverkefnum niður í ódauðlegar innihaldslýsingar. Verk okkar og ótal viðurkenningar tala sínu máli. Við vöndum okkur við það sem við tökum að okkur.
02Brandenburgarar
Hjá Brandenburg starfa rúmlega 30 skapandi og hæfileikaríkir sérfræðingar á sviði hönnunar, hugmyndavinnu, texta og strategíu. Við erum með ólíkan bakgrunn en merkilega samræmanlegar sérgáfur. Saman myndum við sterka heild, smekkfulla af ferskum hugmyndum og framkvæmdagleði.
- Allir
- Viðskiptastjórar
- Birtingar
- Hönnuðir
03Samstarfsaðilar

Íslenskum fyrirtækjum í sókn á erlendum mörkuðum hefur fjölgað mikið á undanförum árum. Þá er ómetanlegt að eiga trausta samstarfsaðila sem eru öllum hnútum kunnugir á stórum markaðssvæðum erlendis.
Brandenburg er í nánu samstarfi við Havas Media sem er eitt stærsta birtinga- og ráðgjafarfyrirtæki í heimi. Havas Media er með starfsemi í 143 löndum og hjá fyrirtækinu starfa um 10.000 manns. Þannig getur Brandenburg boðið viðskiptavinum sínum aðstoð og ráðgjöf fyrir sókn á erlendum mörkum nánast hvar sem er í heiminum.
Havas Media varð nýlega hlutskarpast í útboði Íslandsstofu varðandi birtingar og ráðgjöf fyrir verkefni Íslandsstofu á erlendum mörkuðum næstu 3 árin.
04Viðskiptavinir
Við leggjum kapp á að hafa breiðan og traustan kúnnahóp sem við getum unnið náið með til langs tíma. Hjá okkur rúmast auðveldlega flugfélag, ísgerð og jafnvel stærsti skemmtistaður í heimi — auk fjölda annarra, sem eiga það sameiginlegt að kjósa hugmyndaríkt, faglegt og gefandi samstarf. Og elska athygli!
Já, við erum að leita að langtímasambandi. Þú mátt endilega hafa samband við b@brandenburg.is ef þú vilt slást í hópinn.
05Viðurkenningar
Við erum rígmontin af þeim árangri sem við höfum náð frá stofnun, árið 2012. Við höfum fengið þrjátíuogsex lúðra á íslensku auglýsingaverðlaununum og rúmlega 100 tilnefningar, en við höfum hlotið flestar tilnefningar allra sjö ár í röð. Auk þess hefur starfsfólk okkar sópað til sín FÍT verðlaunum og öðrum skrautfjöðrum.
Velgengi er þó ekki eingöngu mæld í bikurum, því miður. Því er árangur viðskiptavina okkar ávallt okkar meginmarkmið. Og hann er sko ekkert slor.
