
Domino's
25 ára afmæli Domino‘s
Þegar einn vinsælasti matsölustaður landans á 25 ára afmæli er sko tilefni til að fagna!
Við byrjuðum fögnuðinn snemma. Í upphafi afmælisvikunnar komum við okkur fyrir í Kringlunni og settum upp risavaxinn afmælispakka ásamt niðurteljara. Afmælispakkinn stóð í Kringlunni í þrjá daga og vakti mikla eftirvæntingu. Eðlilega. Á þriðja degi dró til tíðinda þegar kassinn opnaðist við undirspil lúðrasveitar og út streymdu starfsmenn Domino’s, færandi hendi með ilmandi góðar gjafir.
Við slógum auk þess upp stórveislu sem stóð í heila viku. Á boðstólum voru girnileg tilboð, gómsætar uppákomur, ljúffeng skemmtun og bragðgóðar gjafir. Besta afmæli ever.
Verðlaun og viðurkenningar
Smellubeita á Vísi
Það er ekkert meira freistandi en takki sem þú veist ekki alveg hvað gerir. Nema kannski nýbökuð pizza á afmælistilboði?