
Nova
Allir úr!
Tilgangur herferðarinnar var tvíþættur. Annars vegar að auglýsa Úrlausn hjá Nova sem gerir viðskiptavinum kleift að skilja símann eftir heima en vera samt tengdir með snjallúri. Hins vegar að leggja áherslu á líkamsvirðingu og sjálfsmynd Íslendinga, sem er liður í samfélagsábyrgð Nova.
Verðlaun og viðurkenningar

Líkamsímynd
Nova hefur á undanförnum misserum farið frá því að nota einhæfar fyrirsætur í markaðsefni. Stefna fyrirtækisins er að standa fyrir fjölbreytileika og sýna okkur öll eins og við erum án staðlaðra glansmynda. Herferðin var tilvalin til að undirstrika þessa stefnu og opna á samtalið um líkamsímynd og virðingu. Verkefnið er hluti af margþættu langtímaverkefni Nova að stuðla að betri geðheilsu Íslendinga.

Samfélagsmiðlar
Huga þurfti sérstaklega að útfærslu herferðarinnar á samfélagsmiðlum þar sem strangar reglur gilda varðandi nekt. Veikleika var snúið í styrkleika með íkonum sem höfðu beina tilvísun í vöruna.

Hvernig stýrðum við umræðunni?
Til að skapa eftirvæntingu og stýra umræðunni um líkamsvirðingu var herferðinni hleypt í loftið með forsýningu á sjónvarpsauglýsingunni í útvarpi.
Ljóst var að herferðin myndi skapa mikið umtal og væri í hæsta máta óvenjuleg. Daganna eftir að hún fór í loftið fór fólk sem kom að auglýsingunni í fjölda viðtala til að hjálpa til við að stýra umræðunni um líkamsvirðingu.
Þriðji fasinn voru svo viðtöl við forsvarsfólk hjá Nova um sjálfa Úrlausnina sem Nova, eitt farsímafyrirtækja, býður sínum viðskiptavinum uppá.
