
Íslandsbanki
Borgaðu með símanum
Til að kynna snertilausar greiðslur frá Íslandsbanka fengum við ábreiðuhljómsveitina Bjartar sveiflur í lið með okkur.
Í þeirra höndum urðu símar að hljóðfærum og posar að hátölurum sem voru notaðir til að spila smellinn Ekki snerta (e. Can’t Touch This) með MC Hammer.
Nú getur þú sveiflað símanum að næsta posa og dillað þér í takt. Can’t touch this!
Verðlaun og viðurkenningar
Posapíanó
Á posapiano.is fékk fólk tækifæri til að leika eftir sjónvarpsauglýsingu Íslandsbanka og taka lagið Can’t touch this með MC Hammer. Áhugasamir gátu spilað kareokí útgáfur af herferðarlögunum með lyklaborðinu eftir leiðbeiningum. Nú eða bara spilað eftir eyranu.


Baksviðs með Björtum sveiflum
Kíktu baksviðs með hljómsveitinni Björtum sveiflum, sem sáu um að halda uppi stuðinu í auglýsingunni.