
Lífeyrissjóður verzlunarmanna
Ný ásýnd
Brandenburg uppfærði heildarútlit Lífeyrissjóðs verzlunarmanna þar sem eldra merki sjóðsins var bæði langt og endurspeglaði ekki starfsemi sjóðsins. Takmarkandi útlit aðlagaðist sömuleiðis illa hinum stafræna heimi og þörf var á heildarendurskoðun.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur nú dýnamískt heildarútlit sem getur aðlagað sig að öllum snertiflötum sjóðsins á nútímalegan hátt. Uppfært merki endurspeglar vöxt, hreyfingu og skýra stefnu. Litapallettan var stækkuð, m.a. til þess að takast á við mikla tölulega framsetningu. Í dag er sjóðurinn litríkur, líflegur og á sama tíma faglegur.
Verðlaun og viðurkenningar

