
Orkan
Happakstur Orkunnar
Okkur var falið að auka vörumerkjavitund Orkunnar á meðal yngra fólks. Hvað á þá betur við en nýr tölvuleikur?
Happakstur Orkunnar var tveggja vikna æsispennandi kappaksturskeppni. Myndheimurinn var unninn í anda bílaleikja 9. áratugarins, en uppfærður með íslensku umhverfi og nýlegu lagi með hljómsveitinni Clubdub, sem var sérstaklega útsett í 8bit útgáfu fyrir leikinn.
Leikurinn vakti sérstaka lukku, enda fór hann í loftið á prófatímabili mennta- og háskólanema. Þá er nefnilega öllum ráðum beitt til að fresta lærdómnum…
Verðlaun og viðurkenningar
Happakstur umhverfis heiminn
Búið er að spila leikinn 60.000 sinnum um allan heim. Það eru samtals 1.517 klukkutímar, eða 63 dagar af stanlausri spilun. Keyrðir kílómetrar í leiknum eru 25.112.000. Það er á við að ferðast 626 sinnum í kringum jörðina eða að fara 65 ferðir til tunglsins.
