
Íslandsbanki
Hlauptu — það borgar sig
Þegar hópur leikara leitaði til Íslandsbanka með þá hugmynd að gefa vinnu sína og láta gott af sér leiða fengum við það hlutverk að útfæra auglýsingu fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka.
En hvað fær leikara til að hlaupa? Þeir hlaupa sem alls kyns karakterar í bíómyndum, þáttum og leiksýningum. Þeir hlaupa af allt öðrum ástæðum en venjulegt fólk. Þeir hlaupa fyrir ævintýraþrána, af einskærri gleði, undan uppvakningum og sumir hlaupa meira að segja frá sprengjum.
Auglýsingin fyrir maraþonið í ár vísar í fræg minni og senur úr kvikmyndasögunni. Stórskotalið íslensku leiklistarsenunnar fær hér að blómstra í sínu náttúrulega umhverfi — og auðvitað hvetja fólk til að hlaupa í eða styrkja Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka.
Verðlaun og viðurkenningar

Auglýsing dagsins hjá Adweek
Sjónvarpsauglýsing herferðarinnar var valin sem auglýsing dagsins hjá hinu virta fagtímariti Adweek og hefur í kjölfarið farið sem eldur í sinu um króka og kima Internetsins.

Á bak við tjöldin
Kíktu á bak við tjöldin við gerð auglýsingarinnar. Sprengingar, flugvélar, uppvakningar og margt fleira.