
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Íslenskt – láttu það ganga
Nýverið buðu stjórnvöld og atvinnulífið út verkefni sem ætlað var að verja störf og auka verðmætasköpun á Íslandi. Við á Brandenburg hlutum hæstu einkunn fyrir stefnumörkun, hugmyndavinnu, hönnun og birtingastefnu með 99,8 stig af 100 mögulegum.
Okkar markmið var að minna neytendur og fyrirtæki á að við þjónum öll hlutverki í hagkerfinu. Kaupákvarðanir okkar hafa keðjuverkandi áhrif sem geta á endanum skilað sér aftur til okkar sjálfra. Í herferðinni hvetjum við Íslendinga til að velja íslenskan iðnað, íslenska verslun, íslenska framleiðslu og íslenskt hugvit. Og láta það svo ganga.
Einkennislag átaksins var sérstaklega samið fyrir herferðina ásamt textum sem hægt er aðlaga að hvaða skilaboðum sem er.
Verðlaun og viðurkenningar



Hagkeðjan
Útlit átaksins er bundið í ramma sem við köllum hagkeðjuna. Við getum hreyft þennan ramma til að auka eftirtekt á stafrænum miðlum.
Keðjan er tákn um fjölbreytileika íslensks atvinnulífs og iðnaðar — og um leið þeirrar hringrásar sem við þjónum öll í hagkerfinu.
