
Orkan
Jafnaðu þig hjá Orkunni!
Orkan þurfti að bregðast við aukinni samkeppni og breyttum markaðsaðstæðum. Með vönduðum undirbúningi og markaðsrannsóknum tókst að skerpa á aðgreiningu og snúa vörn í sókn.
Í stað þess að einblína á verð var fókusinn settur á breyttar áherslur fólks í umhverfismálum. Með því að bjóða kolefnisjöfnun á eldsneytiskaupum var neytendum gefin ástæða til að velja Orkuna umfram samkeppnina og skapa sterkari aðgreiningu.
Markmið herferðarinnar var að fá 500 viðskiptavini á tímabilinu til að kolefnisjafna hjá Orkunni. Niðurstaðan er sú að tryggð hefur aukist og nú kolefnisjafna 5.550 manns hjá Orkunni sem er 942% umfram markmið.
Orkan hefur afhent Votlendissjóðnum tæpar 10 milljónir króna.
Verðlaun og viðurkenningar
- Fjölskyldan01:11
- Kórinn00:47
- Beatboxarinn00:49
Votlendissjóðurinn
Votlendissjóðurinn skipuleggur nú endurheimt votlendis á Íslandi, sem mun draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Með samstilltu átaki við að moka ofan í skurði, til dæmis á ónýttu ræktarlandi er hægt að ná verulegum árangri með tiltölulega litlum tilkostnaði. Við settum saman kynningarmyndband til að útskýra þetta ferli.
Jafnaðu þig á próflestrinum
Orkan heimsótti Háskóla Íslands í prófatörninni í desember. Þar var nemendum boðið að jafna sig og fá sér taugastillandi bleikt te frá Orkunni.

