Íslandsbanki

Sigraðu þig

Það er ekkert auðveldara en að gera ekkert. Sérstaklega þegar kemur að því að hlaupa … ekki. Skórnir eru eldgamlir, veðrið er ómögulegt og sennilega verður þú akkurat í útlöndum í ágúst. Það er nú samt þannig að yfirleitt er vandamálið maður sjálfur. Þá þarf bara að líta inn á við og reima svo á sig skóna.

Herferð okkar fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka var tvíþætt: Annars vegar að fá fólk á öllum aldri til að skrá sig í hlaupið, hinsvegar að hvetja aðra til að styrkja hlauparana og öll þau góðu mál sem hlaupið var fyrir.

Það er óhætt að segja að árangur herferðarinnar hafi skotist fram úr björtustu vonum. Þegar allt kom til alls voru heilar 20.000 skráningar í hlaupið og 118 milljónir króna sem söfnuðust. Það er nýtt Íslandsmet.

Verðlaun og viðurkenningar
Verðlaun og viðurkenningar
Okkar hlutverk
  • Hugmyndavinna
  • Forritun
  • Hönnun
  • Vefun
  • Guerilla
Forherferð

Viku áður en herferðin sjálf fór í loftið voru Dóri og Júlíana hengd upp í allri sinni hveitilímdu dýrð við þekktar hlaupaleiðir víðsvegar um borgina.

Vefur og samfélagsmiðlar

Aukaefni fyrir samfélagsmiðla var unnið samhliða herferðinni. Þar var einblínt á allt sem við þurfum að yfirstíga til að sigra okkur sjálf og taka þátt í maraþoni. Stuttar myndbandsstiklur með Dóra DNA og Júlíönu spiluðu þar aðalhlutverk ásamt fróðlegum pistlum tengdum hlaupum. Sérstakur vefur hélt utan um allt efni tengt herferðinni og var honum tvískipt eftir skráningu í hlaupið og áheitasöfnun.

Skoða vefinn
Myndböndin
  • Kálfunum hleypt út00:17
  • Smá átök00:28
  • Freistingarnar00:26
  • Hlaupa fyrir mömmu00:26
  • LIfandi sparigrís00:23
  • Karba sig00:26
Umhverfisauglýsingar

Þegar nær dró hlaupinu sjálfu voru settir upp speglar í strætóskýlum þar sem vegfarendur gátu mátað á sig maraþonnúmerið. Auk þess voru speglar í mátunarklefum verslana, salernum og lyftum nýttir.

»Ég er allavegana að hringja úr framtíðinni …«
  • Símtal úr framtíðinni00:35
  • Passaðu þig á kantsteininum00:36
  • 14.000 followers á Twitter00:37
  • Dóri vs. Steindi00:31
  • Nýir hlaupaskór00:38
  • Fimm spor í ennið00:37
  • Bara ekki virka despó00:38
Nánari upplýsingar

Sigríður Theódóra Pétursdóttir
Framkvæmdastjóri

Er ekki kominn tími til að farasparabara?

Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavík
Iceland

(+354) 419 9900
b@brandenburg.is
kt. 490112 1540

Auglýsingastofa ársins 2016 2017 2018

Framúrskarnadi fyrirtæki 2018 2019

Auglýsingastofa ársins 2018
  • Verkefnin
  • Stofan
  • Þjónustan

Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavík
Iceland

(+354) 419 9900
b@brandenburg.is
kt. 490112 1540